Bloggið hennar Huldu...

Hérna segi ég frá því sem ég er að gera í handavinnu í það og það skiptið... Kannski að einhverjar fréttir fái að fljóta með líka... Við sjáum til með það...

Nafn:
Staðsetning: Hafnarfjörður, Iceland

þriðjudagur, september 20, 2005

Aðeins um mig

Ég heiti Ingibjörg Hulda en er alltaf kölluð Hulda.
Ég er 25 ára gömul, í sambúð með Viðari Þór og saman eigum við litla stúlku, fædda í apríl 2004 sem heitir Ástrós Erla.
Við búum í Hafnarfirði.
Ég er verkstjóri á saumastofunni í Bergiðjunni (sem er staðsett á Kleppstúninu, milli Klepps og IKEA) og er sveinn í kjóla- og klæðskerasaumi.

Ég er búin að vera föndurkelling frá því að ég man eftir mér. Og hef frá ca 5 ára aldri saumað á saumavél, prjónað og saumað í (krosssaum).
Til gamans má geta að ég saumaði helminginn af fermingarkjólnum mínum sjálf en amma mín heitin og nafna, saumaði hinn helminginn af kjólnum.

Áhugamál mín eru: Handavinna, scrapbooking, fjölskyldan, vinir og eiginlega öll dýr.

Læt þetta duga í bili.

Hulda.

mánudagur, september 19, 2005

Jæja...

Haldið þið ekki að mín ætli að fara að prófa að blogga aftur?!?!?!
Og í þetta skiptið handavinnublogg... Svona til tilbreytingar...
Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndir af því sem ég er að gera en ég lofa engu...
Kveðja í bili,
Hulda.